Bótólfur Andrésson

Bótólfur Andrésson var hirðstjóri á Íslandi 1341-1343. Hann er talinn hafa verið norskur en þó er það ekki fullvíst. Hann var að öllum líkindum bróðir Smiðs Andréssonar hirðstjóra.

Bótólfur kom til Íslands 1341 og hafði þá fengið hirðstjórn yfir allt landið. Ári síðar giftist hann Steinunni, dóttur Hrafns (Rafns) Jónssonar í Glaumbæ (Glaumbæjar-Hrafns), sonarsonar Hrafns Oddssonar. Sonur þeirra var Hrafn Bótólfsson lögmaður. Ekkert er vitað meira um Bótólf eftir að hann lét af embætti 1343.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Eiríkur Sveinbjarnarson
Hirðstjóri
(13411343)
Eftirmaður:
Grímur Þorsteinsson