Austurlönd eiga ýmist við um lönd allrar Asíu eða í sértækari merkingu ákveðin lönd í Asíu. Talað erum Austurlönd nær og fjær. Fyrir nýöld áttu Austurlönd gjarnan við um svipað svæði og það sem við köllum Austurlönd nær í dag, þ.e. Botnalönd og svo hluta Tyrklands, Mesópótamíu, Írans og Egyptalands. Það svæði er á mörgum tungum nefnt Levant sem kemur úr latínu og vísar til þess að austur er átt rísandi sólar. Þetta svæði er þó illa skilgreint.

Kort sem sýnir lausleg landamörk Austurlanda eins og þau voru kölluð fyrir nýöld með rauðu.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.