Atreifur
(Endurbeint frá Atreús)
Í grískri goðafræði var Atreifur (forngríska Ἀτρεύς, Atreús) konungur í Mýkenu. Hann var sonur Pelops og Hippodamíu og faðir Agamemnons og Menelásar. Niðjar hans eru gjarnan nefndir Atreifssynir.
Pelops gerði Atreif og tvíburabróður hans Þýestes útlæga fyrir að hafa myrt stjúpbróður sinn Krýsippos í von um að ná völdum í Ólympíu. Þeir leituðu hælis í Mýkenu, þar sem þeir náðu völdum í fjarveru Evrýsþeifs konungs, sem átti íátökum við niðja Heraklesar. Evrýsþeifur ætlaði þeim einungis tímabundin yfirráð yfir borginni en þeir náðu völdum til frambúðar þegar Evrýsþeifur lést.