Menelás
Menelás eða Menelaos (forngrísku Μενέλαος; Menélāos) er persóna í grískri goðafræði. Hann kemur fyrir í Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu Hómers, sem og í ýmsum forngrískum harmleikjum. Menelás var konungur í Spörtu. Hann var sonur Atreifs og Ærópu, yngri bróðir Agamemnons og eiginmaður Helenu fögru.
Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.