Atlantsskip
Atlantsskip er íslenskt skipafélag sem var stofnað 1998.
Fyrst um sinn sá Atlantsskip og Trans Atlantic Lines, systurfélag þess í Bandaríkjunum, um flutninga fyrir Bandaríkjaher fyrir herstöðina í Keflavík. Í apríl 2002 hóf fyrirtækið að sigla til hafna í Evrópu og í nóvember 2005 að sigla vítt og breitt um heiminn.
Atlantsskip á og rekur tvö skip, A.S. Africa og Kársnes, sem eru bæði skráð á Antígva og Barbúda.
Tengill
breyta- Heimasíða Atlantsskipa Geymt 18 júlí 2013 í Wayback Machine