Artúrshöfn
Artúrshöfn er heiti (1905 -1945) á fyrrum flotahöfn rússneska keisaradæmisins og síðar Sovétríkjanna á suðurodda Liaoning-skagans í Kína við Bóhaíhaf og Gulahaf. Þar er nú Lüshunkou hverfi Dalian borgar.
Bretar hertóku strandsvæði sem kennt er við Qingniwa á Liaoning-skaga í Kína í seinna ópíumstríðinu árið 1858, en skiluðu því aftur til kínverskra yfirráða árið 1860. Höfnin var síðar kennd á ensku „Port Arthur“ eftir breska sjóðliðsforingjanum William Arthur, en Kínverjar kölluðu höfnina Lüshun.
Árið 1898 gerðu Rússneska keisaradæmið og Tjingveldið gerði síðan leigusamning um Liaoning-skagans í Kína til 25 ára.[1][2] Undir rússneskri stjórn (1905 -1945) var hún flotahöfn undir nafninu Artúrshöfn ("Port Arthur") (rússneska: Порт-Артур; rómönskun: Port-Artur), og síðar undir japönskum yfirráðum nafnið Ryojun (japanska: 旅順). Íslenskir prentmiðlar síðustu aldar vísa gjarnan til Artúrshafnar eða „Port Arthur“.
Þar sem áður stóð Artúrshöfn er nú Lüshunkou hverfi (kínverska: 旅顺口区; rómönskun: Lǚshùnkǒu Qū) Dalian borgar, í Liaoning héraði Kína. Hverfið nær yfir 512.15 ferkílómetra.
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Convention for the Lease of the Liaotung PeninsulaMarch 27, 1898.
- ↑ Hannes Sigfússon (2. tölublað (01.05.1961) 1961). „Saga vestrænnar íhlutunar í Kína“. Tímarit Máls og menningar. Sótt Júlí 2022.