Arnarsetur (skáli)

Skáli Skátafélagsins Ægisbúa, Arnarsetur, stendur sunnan við svifflugvöllinn á Sandskeiði, undir Vífilsfellshlíðum, 100 metra austan við Bláfjallaveg. Nafn sitt dregur skálinn af örnefnum í nágrenninu, en talið er víst að á öldum áður hafi Ernir átt sér bæli á þessum slóðum. Skálinn er að grunnflatarmáli 86 fm auk svefnlofts sem er 45 fm og rúmar um 30 manns.[1] Skálinn er þó í niðurnísðslu og ekki nothæfur.

(mynd tekinn á milli 2000-2008)
Arnarsetur (ca. 2000-2008)

Saga breyta

Skálinn var reistur að frumkvæði Agnars Kofoed-Hansen, fyrrverandi flugmálastjóra, árið 1952 sem skíðaskáli. Má segja að tilkoma skálans hafi markað upphaf þess, að farið var að stunda skíðaíþróttina í Bláfjöllum. Skátafélagið Ægisbúar fengu Arnarsetur til afnota hjá Félagi starfsmanna flugmálastjórnar árið 1970 og eignuðust síðan skálann 1975.[1]

Í gegnum tíðina hefur gríðarlegur fjöldi skáta og hjálparsveitarmanna, HSSR, nýtt sér skálann til æfinga og útivistar, enda náttúrufar og aðstæður allar í nágrenni hans, ákjósanlega fyrir útilíf jafnt sumar sem vetur. Einnig hefur skálinn nýst sem neyðarskýli fyrir ferðalanga og stjórnstöð í björgunaraðgerðum á svæðinu.[1]

Framkvæmdir breyta

  • 1975 var skálinn endurbyggður að mestu. Skipt var um alla glugga í aðalhúsinu og  fúna klæðningu undir gluggum. Þá var skálinn einangraður að utan með frauðplasteinangrun og klætt þar utan á. Fjarlægðir voru milliveggir á svefnlofti og loftið klætt og einangrað. Einnig var eldhúsið klætt og innréttað.[1]
  • 1987 var tekið inn rafmagn í skálann og er hann því í dag kynntur með rafmagni. Í upphafi var skálinn olíukynntur og seinna hitaður með gasi.[1]
  • 1992 var grafin niður 3ja hólfa rotþró og var það mikil bylting frá ,,kamarmenningunni”.[1]
  • 1998 var boruð 104 metra djúp vatnshola í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur, en úr henni fást 12 sekúndulítrar af köldu vatni. Lauk þar með erfiðum og kostnaðarsömum vatnsflutningum úr Reykjavík.[1]
  • 2007 hófust miklar framkvæmdir til að koma skálanum aftur í nothæft stand en fjárhagslegir erfiðleikar, í efnahagshruninu 2008, bundu enda á framkvæmdirnar.
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 vefsafn.is https://vefsafn.is/is/20120324114626/http://www.skatar.is/aegisbuar/default.asp?ItemGroupID=79&ItemID=544. Sótt 20. apríl 2024. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)