Arnór Helgason (d. 1249) eða Arnór Digur-Helgason var fyrsti ábóti Viðeyjarklausturs. Hann tók við þegar Styrmir Kárason hinn fróði lést en hann hafði verið príor klaustursins eins og forverar hans, Þorvaldur Gissurarson og líklega Leggur Torfason, sem kallaður er príor í heimildum. Styrmir dó 20. febrúar 1245 en Arnór vaqr vígður 1247.

Arnór var sonur Digur-Helga Þorsteinssonar, staðarhaldara Kirkjubæjarklausturs, og bróðir Ögmundar Helgasonar staðarhaldara í Kirkjubæ. Hálfsystir hans var Helga Digur-Helgadóttir, móðir þeirra Þorvarðar og Odds Þórarinssona. Þegar Arnór tók við sem ábóti fékk hann fullt forræði yfir klaustrinu og eignum þess en áður hafði Skálholtsbiskup haft yfirráðin þótt príorarnir sæju um daglega stjórn. Arnór var þó ekki lengi ábóti því hann lést árið 1249.

Heimildir

breyta
  • „Viðeyjarklaustur. Sunnudagsblað Tímans, 23. júlí 1967“.
  • „Um klaustrin á Íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.