Arkílokkos
Arkílokkos (forngrísku: Ἀρχίλοχος) (um 680 f.Kr. – um 645 f.Kr.) var forngrískt skáld og ef til vill málaliði.
Lítið er vitað um ævi Arkílokkosar annað en það sem álykta má af kvæðum hans. Slíkar áyktanir eru þó varasamar. Arkílokkos fæddist á eynni Paros. Faðir hans Telesíkles flutti með fjölskylduna til nýlendunnar Þasos, samkvæmt fyrirmælum frá Véfréttarinnar í Delfí.
Arkílokkos lýsir sjálfum sér ef til vill sem hermanni:
- Εἰμὶ δ' ἐγὼ θεράπων μὲν Ἐνυαλίοιο ἄνακτος,
- καὶ Μουσέων ἐρατὸν δῶρον ἐπιστάμενος.
- Ég er þjónn herrans Enýalíosar [þ.e. Aresar, stríðsguðs],
- og einnig lærður í yndislegum gjöfum sönggyðjanna.
Sagan hermir að Arkílokkos hafi verið rekinn úr Spörtu fyrir annað kvæði, þar sem hann kveðst hafa fórnað skildi sínum og flúið af hólmi.
Meðal varðveittra kvæða Arkílokkosar eru einnig nokkur klúr ljóð um samfarir og svallveislur.