Lago Argentino er vatn í Patagóníuhéraði Santa Cruz í Argentínu. Það er 1.415 km² og stærsta stöðuvatn í Argentínu. Mesta breidd er 32 km. Meðaldýpt er 155 m og hámarksdýpt 500 m.

Við norðurströnd vatnsins.

Vatnið er innan Los Glaciares-þjóðgarðsins á svæði með mörgum jöklum. Vatnasviðið er rúmlega 17.000 km² með fjölmörgum jökulám, bergvatnsám. Þar á meðal La Leonafljót sem rennur úr Viedmavatni. Santa Cruzáin rennur frá Argentinovatni í Atlantshafið.

Jöklarnir, bærinn El Calafate og vatnið sjálft eru fjölsóttir ferðamannastaðir. Vatnið er eftirsótt af sportveiðimönnum og þar veiðist einkum vatnakarfi og silungur.

Til ársins 2000 var Lago Argentino einnig nafnið á flugvelli svæðisins . Sá flugvöllur er nú aflagður en flugbrautin var nýtt í vegakerfi borgarinnar. Núverandi flugvöllur svæðisins heitir Comandante Armando Tola og er bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug.

Dýralíf

breyta

Dýralíf í Argentinovatn er auðugt; bæði af fiski til spendýrum.

Fiskur Galaxias maculatus og Percichthys, presumiblemente vinciguerrae eru tvær tegundir fiska í vatninu.

Spendýr Mjög lítið er vitað um spendýr í Argentinovatni. Á níunda áratugnum fannst þó andesrefur (Lycalopex culpaeus) þar.

Loftslag

breyta

Í Argentinovatni er kalt eyðimerkurloftslag (BWk) samkvæmt flokkunarkerfi Köppen.