Kóngulóafælni

(Endurbeint frá Arachnophobia)

Köngulóafælni (lat. arachnophobia, komið af grísku orðunum αραχνη (arakhnē), „kónguló“ og φόβος (phóbos), „hræðsla“) er ofsahræðsla manns við kóngulær, og er ein af algengustu fælniviðbrögðum mannsins. Köngulóafælni er ein tegund dýrafælni, sem aftur heyrir undir afmarkaða fælni. Óvíst er hvernig köngulóafælni sest að í fólki, en talið er víst að hún þróist í sálarlífi þolanda snemma á barnsaldri eins og flestar tegundir fælni.

Til eru margar aðferðir til að losa fólk við köngulóafælni, en helsta og áhrifaríkasta aðferðin er atferlismeðferð. Einnig er stundum notast við hugræna meðferð og lyfjameðferð.

Svo virðist sem kóngulóafælni (og fælni yfir höfuð) auki hæfileika okkar til þess að greina hættuleg dýr í umhverfinu, eða það sem hugurinn nemur sem hættur. Sænsk rannsókn leiddi t.d. í ljós að fólk sem fælist kóngulær virðist vera fljótara að greina þær í umhverfinu en annað fólk. Sama gilti um fólk sem hræðist snáka. [1]

Heimild

breyta
  • Rasiej, Michael. „Isolating the enemy: How we find threats fast“. Psychology Today. (35) (2002): 21.
  1. [1]

Tengill

breyta