Anton Líni er tónlistarmaður frá Þingeyri.[1][2]

Ævi breyta

Anton er fæddur og uppalinn á Þingeyri en missti foreldra sína og bróður í bruna þegar hann var 3 ára.[3] Þegar hann var 18 ára gamall flutti hann til Akureyrar til að stunda nám við Verkmenntaskólann á Akureyri, þar sem hann hefur búið síðan. Haustið 2018 hóf hann nám í Tónlistarskólanum Akureyri á brautinni Skapandi tónlist.

Tónlistarferillinn breyta

Árið 2016 gaf Anton út sitt fyrsta lag, Þú. Síðan þá hafa komið út lögin One og Feel It Too sem hann gerði með Þormóði Eiríkissyni, Ég veit og í Janúar 2019 lagið Heltekinn sem sló í gegn.

Tilvísanir breyta

  1. Missti foreldra og bróður í bruna — „Þetta grær aldrei“
  2. „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar.“—SKE ræðir við Anton Líni
  3. „Eldsvoðinn á Þingeyri: Erfitt að horfast í augu við minningarnar - Vísir“. visir.is. Sótt 24. maí 2019.