Viðtakahindri

(Endurbeint frá Antagonisti)

Viðtakahindri eða antagonisti er efni sem binst við viðtaka á frumuhimnu líkamans og temprar eða hindrar virkni hans.[1] Viðtakahindrar eiga bæði upptök innan líkamans, sem hormón og taugaboðefni, og utan hans, sem lyf. Andstæðan við viðtakahindra eru viðtakaörvar (agonistar).

Lyf sem antagonistar

breyta

Þekktustu dæmin um viðtakahindra eru hjartalyfin β-blokkerar sem bindast β-viðtökum fyrir adrenalín og noradrenalín og hindra að þau verki á viðtakana. Þegar noradrenalín binst við viðtaka sinn eykst hjartsláttartíðni og blóðþrýstingur hækkar. Með β-blokkerum má tempra þessa virkni, því viðtakinn er bundinn lyfinu sem hemur viðtakann, og áhrif lyfsins–- lækkaður blóðþrýstingur og lægri hjartsláttartíðni – nást fram.

Tilvísanir

breyta
  1. Rang, H.P.; Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 978-0-7020-5363-4.