Annamít-fjallgarðurinn

(Endurbeint frá Annamít fjallgarðurinn)

Annamít fjallgarðurinn er mikið fjalllendi í austurhluta Indókína. Fjallgarðurinn nær yfir um það bil 1100 km svæði í gegnum Laos, Víetnam og inn í norðausturhluta Kambódíu. Á víetnömsku er hann nefndur Dãy Trường Sơn, á laósku Phou Luang, og á frönsku Chaîne Annamitique.

Annamít fjallgarðurinn í Pu Mat þjóðgarðinum í Víetnam.

Fjallgarðurinn aðskilur aðrennslissvæði Mekong-fljótsins frá mjórri strandlengju Víetnam að Suður-Kínahafi. Austan megin rís fjallgarðurinn allbratt en vestan megin taka við aflíðandi hásléttur. Hæsta fjallið er Phou Bia í Laos og er það 2.820 metra yfir sjávarmáli.

Fjallgarðurinn er að mestu skógi vaxinn og er þar mjög fjölskrúðlegt jurta og dýralíf, m.a. Indókínverska tígrisdýrið (Panthera tigris corbetti) og hinn risavaxna gáruxa (Bos gaurus).