Andhra Pradesh
(Endurbeint frá Andra Pradess)
Andhra Pradesh er fylki í suðvesturhluta Indlands. Það er fjórða stærsta fylki landsins og það fimmta fjölmennasta. Höfuðstaður og stærsta borg þess er Hyderabad. Andhra Pradesh á strönd að Bengalflóa í austri og landamæri að Maharashtra, Chhattisgarh og Orissa í norðri, Tamil Nadu í suðri og Karnataka í vestri. Fylkið var búið til árið 1956 með því að sameina Andhra-fylki og þá hluta Hyderabad-fylkis þar sem íbúar tala telúgú.
Fylkið dregur nafn sitt af Andhra-ríkinu sem minnst er á í fornum ritum á borð við Mahabarata og Ramayana.
Telúgú og úrdú eru opinber tungumál fylkisins. Tæp 90% íbúa eru hindúatrúar.