Karnataka

fylki á Suðvestur-Indlandi

Karnataka er fylki á Suðvestur-Indlandi. Það var áður þekkt sem Mysore-fylki en nafninu var breytt í Karnataka árið 1973. Höfuðstaður og stærsta borg fylkisins er Bangalore. Það á strönd að Arabíuhafi og Lakkadívhafi í vestri og landamæri að Góa í norðvestri, Maharashtra í norðri, Andhra Pradesh í austri, Tamil Nadu í suðaustri og Kerala í suðvestri. Algengasta tungumál fylkisins er kannada.

Kort sem sýnir Karnataka
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.