Andlitsblinda

Andlitsblinda (fræðiheiti: prosopagnosia, úr grísku prosopon = andlit, agnosia = að þekkja ekki) er það þegar einstaklingur þekkir ekki annað fólk á andlitinu. Þetta er meðfædd brenglun í því svæði heilans sem sér um að þekkja og túlka andlit og svip. Þetta ástand hefur engin áhrif á það að þekkja hluti né heldur á almenna greind. Einnig getur andlitsblinda verið afleiðing slyss eða heilablóðfalls.

Andlitsblinda er í gyrus fusiformis svæði heilans.

Í Bandaríkjunum eru allt að 2,5% fólks haldin þessum meðfædda galla. Þessir einstaklingar þurfa að treysta á önnur svæði heilans, sem eru síður næm fyrir andlitum til þess að þekkja aðra og er þá misjafnt hvernig það gengur.

Engin meðferð er til við andlitsblindu. Ein afleiðing andlitsblindu er til dæmis erfiðleikar við að halda þræði þegar horft er á kvikmyndir vegna vandkvæða við að bera kennsl á persónurnar, sér í lagi ef þær eru margar.

Fólk með andlitsblindu nýtir sér oft önnur einkenni til að þekkja aðra einstaklinga, svo sem eins og fatnað, hárlit, líkamsvöxt, rödd og fleira þess háttar. Vegna þessa ágalla getur sá andlitsblindi oft átt í erfiðleikum með eðlileg samskipti við aðra.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist