Andaman- og Níkóbareyjar

Andaman- og Níkóbareyjar eru tveir eyjaklasar, Andamaneyjar og Níkóbareyjar, sem skilja milli Bengalflóa og Andamanhafs. Eyjarnar eru saman alríkishérað í Indlandi. Tíunda breiddargráða norður skilur á milli eyjaklasanna. Höfuðstaður héraðsins er borgin Port Blair á Suður-Andamaneyju.

Kort sem sýnir staðsetningu Andaman- og Níkóbareyja
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.