Rannsókn á skilningsgáfunni
(Endurbeint frá An Enquiry concerning Human Understanding)
Rannsókn á skilningsgáfunni (e. An Enquiry concerning Human Understanding) er rit um heimspeki eftir skoska heimspekinginn David Hume. Það kom fyrst út árið 1748. Ritið var tilraun Humes til þess að auka vinsældir kenninga sinna en fyrra riti hans Ritgerð um mannlegt eðli var illa tekið á sínum tíma. Rannsókn á skilningsgáfunni er mun styttri og einfaldari en Ritgerð um mannlegt eðli. Ritið hafði mikil áhrif, ekki síst eftir að prússneski heimspekingurinn Immanuel Kant sagði að það hefði vakið sig af værum kreddublundi.