Amundsenflói
Amundsenflói er flói í Norðvesturhéruðum Kanada á milli Bankseyju og Viktoríueyju og meginlandsins. Hann er um það bil 400 km langur og um 150 km breiður þar sem hann mætir Beaufort-hafi í vestri. Hann heitir eftir Roald Amundsen sem kannaði þetta svæði milli 1903 og 1906. Flóinn er vesturendi Norðvesturleiðarinnar milli Atlantshafs og Kyrrahafs.
Flóinn er ísi lagður frá því síðla vetrar og fram í júlí-ágúst.