American Friends Service Committee
American Friends Service Committee (ísl. Bandaríska vináttu- og þjónustunefndin[1]) er stofnun bandarískra kvekara sem vinnur að friði og samfélagsréttlæti í Bandaríkjunum og um allan heim.
Bandaríska vináttu- og þjónustunefndin | |
---|---|
Skammstöfun | AFSC |
Stofnun | 1917 |
Gerð | Friðarsamtök |
Höfuðstöðvar | Philadelphiu, Pennsylvaniu, Bandaríkjunum |
Aðalritari | Joyce Ajlouny |
Lykilmenn | Rufus Jones (stofnandi) |
Vefsíða | afsc.org |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels (1947) |
Samtökin voru stofnuð árið 1917 að undirlagi dr. Rufusar Jones, sem kom fram í forsvari til Bandaríkjastjórnar í fyrri heimsstyrjöldinni til að fá undanþágu frá herkvaðningu fyrir kvekara. Svo var búið um hnútana að kvekarar fengu í gegnum AFSC að gegna margvíslegu hjálparstarfi í stað herþjónustu og tóku meðal annars þátt í endurbyggingu fjölda franskra þorpa í kjölfar stríðsins.[2]
Árið 1947 tóku samtökin við Friðarverðlaunum Nóbels ásamt breskum systursamtökum sínum, Friends Service Council, fyrir hönd kvekara.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ „„Eru Bandaríkin eini ógnvaldur friðar í heiminum?"“. Morgunblaðið. 14. júlí 1982. Sótt 9. maí 2020.
- ↑ „Kvekarar fengu friðarverðlaun Nobels“. Lesbók Morgunblaðsins. 6. júní 1948. Sótt 9. maí 2020.
- ↑ „Merkilegur trúarflokkur“. Tíminn. 27. nóvember 1947. Sótt 9. maí 2020.