Tálknamandra

(Endurbeint frá Ambystoma mexicanum)

Tálknamandra (Mexíkómandra[1]) (fræðiheiti: Ambystoma mexicanum) er af ættbálki salamandra. Ólíkt flestum öðrum froskdýrum þá skipta tálknamöndrur ekki um búsvæði, þær eyða allri ævi sinni í vatni. Þær eru einstakar meðal froskdýra að því leyti hjá þeim á myndbreyting sér ekki stað[2]. Þær verða í raun að fullþroskuðum halakörtum, halda mörgum eiginleikum frá lirfustiginu en þeim vaxa útlimir á síðara þroskaskeiði. Þær verða kynþroska á lirfustiginu[3].

Tálknamandra
Tálknamandra sem skortir litarefni
Tálknamandra sem skortir litarefni
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Froskdýr (Amphibia)
Ættbálkur: Salamandra (Urodela)
Ætt: Jarðmöndrur (Ambystomatidae)
Ættkvísl: Ambystoma
Tegund:
Tálknamandra

Tvínefni
Ambystoma mexicanum
(Shaw, 1789)
Heimkynnin eru merkt með rauðu. Alríkishérað Mexíkó
Heimkynnin eru merkt með rauðu. Alríkishérað Mexíkó

Tálknamöndrur geta lifað í allt að 15 ár, en meðalævi tálknamöndru er 10 ár[4]. Samkvæmt válista IUCN[5] er tegundin í mikilli útrýmingarhættu og er meðal annars í hættu vegna eyðileggingar búsvæða og vegna veiði, en þær voru bæði veiddar til matar og eins lifandi til að ala í búrum og sem tilraunadýr.

Lýsing

breyta

Tálknamöndrur halda eiginleikum frá lirfustiginu alla ævi sína og ganga ekki í gegnum myndbreytingu. Þótt þær þroski lungu líkt og aðrar fullþroskaðar salamöndrur verða þær aldrei líkar þeim í útliti. Þær eru einstakar í útliti vegna tálknanna, sem líkjast greinum. Þessi tálkn eru þakin þráðum sem líkjast fjöðrum gera tálknamöndrunum kleift að vinna meira súrefni úr vatni [6].

 
Tálkn á tálknamöndru.

Endurmyndun

breyta

Tálknamöndrur hafa þann eiginleika að þær geta endurmyndað glötuð líffæri, útlimi og að hluta til heila sinn. Vísindamenn hafa rannsakað þennan eiginleika og hafa lagt mikla áherslu á að geta skilið það ferli sem liggur að baki þannig að hægt væri mögulega að nota það til að hjálpa mönnum. Ferlið getur tekið nokkrar vikur en það gengur fljótar fyrir sig hjá yngri tálknamöndrur en þeim eldri. [7].


Tilvísanir

breyta
  1. Atli Magnússon og Örnólfur Thorlacius (2003). Dýraalfræði fjölskyldunnar. Skjaldborg ehf. bls. 145. ISBN 9979-57-544-1.
  2. https://www.britannica.com/animal/axolotl
  3. Axolotl, the mexican walking fish. Skoðað þann 15. maí 2017: https://www.aboutanimals.com/amphibian/axolotl
  4. Mexican Axolotl, skoðað þann 15. maí 2017: http://animals.nationalgeographic.com/animals/amphibians/axolotl/
  5. Luis Zambrano, Paola Mosig Reidl, Jeanne McKay, Richard Griffiths, Brad Shaffer, Oscar Flores-Villela, Gabriela Parra-Olea, David Wake; og fleiri (2010). „Dionaea muscipula“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2010. Sótt 15. maí 2017. Listed as Critically Endangered (VU A1acd, B1+2c v2.3)
  6. Ambystoma mexicanum, skoðað þann 15. maí 2017: http://eol.org/pages/1019571/details
  7. Biology of axolotls, skoðað þann 15. maí 2017: http://www.axolotl.org/biology.htm

Heimildir

breyta

Axolotl, skoðað þann 15. maí 2017: https://www.britannica.com/animal/axolotl

Axolotl, the mexican walking fish. Skoðað þann 15. maí 2017: https://www.aboutanimals.com/amphibian/axolotl/

Mexican Axolotl, skoðað þann 15. maí 2017: http://animals.nationalgeographic.com/animals/amphibians/axolotl/

Ambystoma mexicanum, skoðað þann 15. maí 2017: http://eol.org/pages/1019571/details

Biology of axolotls, skoðað þann 15. maí 2017: http://www.axolotl.org/biology.htm

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.