Alvís
Alvís var dvergur í norrænni goðafræði. Alvís krafðist þess að giftast Þrúði, dóttur Þórs, sem var ekki ánægður með það. Kváðust Þór og Alvís á um nóttu og þar til dagaði. Varð Alvís þá að steini og losnaði Þór þarmeð við að gifta dóttur sína til hans.
Saga Alvíss er sögð í Alvíssmálum.