Altbier (þýska: gamall bjór) er bjórstíll sem á uppruna sinn að rekja til Düsseldorf og Niederrhein í Þýskalandi.

Altbier í glasi

Framleiðsla

breyta

Altbier er öl og því bruggaður með gersveppi. Þrátt fyrir nafnið þá er bjórinn frekar ferskur. Hann er ekki geymdur lengi heldur aðeins þær örfáu vikur sem hann er hafður í tunnum. Nafnið vísar til að þetta sé gamall bjórstíll, þ.e. bjórstíll sem var til áður en Pilsner og Lager bjórar urðu vinsælir. Altbier er yfirgerjaður öfugt miðað við Pilsner og Lager bjóra, þ.e. hann er látinn gerjast við hátt hitastig yfir nokkra daga, og er því skyldur belgísku og bresku öli að einhverju leyti.

Útlit og bragð

breyta

Altbier er koparlitaður, frekar þurr, en mikið humlaður. Hann er bruggaður samkvæmt Reinheitsgebot sem eru gamlar þýskar viðmiðunarreglur, eða hreinleikalög sett af Vilhjálmi IV hertoga yfir Bæjaralandi árið 1516. Þessar reglur eru í dag einungis viðmiðun, og er næstum einungis staðbundin við Þýskaland og Tékkland.

Venjulegur Altbier hefur alkóhólinnihald að 4,5% rúmmáls.

Heimildir

breyta
  • „Hvernig er bjór búinn til?“. Vísindavefurinn.
  • „Micheal Jackson's beer hunter“. Sótt 2. maí 2006.
  • „Altbier“. Sótt 2. maí 2006.