Alsjá

fangelsishönnun

Alsjá (e. panopticon) er fangelsishönnun og hugmynd frá félagsfræðingnum og heimspekingnum Jeremy Bentham en hann hannaði 18. aldar fyrirmyndarfangelsi sem hann nefndi panopticon. Þessi fangelsishönnun byggir á því að vaktstöð fangavarðar er í miðju á hálfhring og fangaklefar umhverfis þannig að fangavörður hefur yfirsýn yfir alla klefa og getur fylgst með hverjum fanga án þess að fanginn viti af því að verið sé að fylgjast með honum. Hver fangi getur hins vegar ekki vitað hvenær og á hverju augnabliki fangavörður sé að fylgjast með.

Skýringarmynd af alsjá

Heimspekingurinn Michel Foucault notar alsjána sem myndlíkingu í kenningum sínum um vald og um hvernig ögunarkerfi samfélags virka. Foucault rannsakaði hugmyndir um mannúðlegar refsingar glæpamanna og lýsti alsjánni sem skilvirkri leið til að aga þegna þar sem stöðugur sýnileiki og vitneskja fangans um til hvers væri ætlast af honum leiddi til sjálfsritskoðunar, fanginn fer að fylgjast með sér sjálfum. Valdið verður sjálvirkt og óháð einstaklingum.

Stafrænu eftirliti í nútímasamfélögum hefur oft verið líkt við alsjá.

Heimildir breyta

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.