Almenna persónuverndarreglugerðin

Almenna persónuverndarreglugerðin (EU) 2016/679 er reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd einstaklinga.[1] Tilgangur reglugerðarinnar er að gefa einstaklingum aukna stjórn á eigin gögnum og staðla reglur um persónuvernd innan ESB til að einfalda viðskiptaumhverfið.

Reglugerðin var tekin upp þann 27. apríl 2016 og tekur gildi þann 25. maí 2018. Þar sem persónuvernd er talin hluti af EES-samningnum verður hún einnig tekin upp í EES-löndum. Reglugerðin verður því jafnframt tekin upp á Íslandi en hlýtur meðferð Alþingis fyrst.[1] Íslenska útfærsla reglugerðarinnar mun gera strangari kröfur til fyrirtækja en í öðrum EES-löndum og hefur hún hlotið gagnrýni meðal annars frá Samtökum atvinnulífsins.[2]

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 „Ný persónuverndarlöggjöf 2018 – Persónuvernd“. Sótt 28. apríl 2018.
  2. „Alvarlegar athugasemdir við persónuverndarfrumvarp“. Sótt 28. apríl 2018.
   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.