Allsherjarveð
Allsherjarveð er veð innan veðréttar veitt með tryggingarbréfi er hefur þann tilgang að tryggja efndir á öllum kröfum sem veðhafinn á eða kann að eignast á hendur veðsala. Í ágreiningi um gildissvið slíkra yfirlýsinga eru þær að jafnaði túlkaðar þröngt, og litið til skýringar og túlkunar á þeim samningi er stofnaði til allsherjarveðsins.