All time low
All Time Low er bandarísk popp-pönk hljómsveit frá Towson, úthverfi í Baltimoreborg í Maryland-fylki. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003. Hún er skipuð aðalsöngvaranum og gítarleikara Alex Gaskarth, aðalgítarleikaranum Jack Barakat, bassaleikaranum Zack Merrick og trommaranum Rian Dawson. Nafn hljómsveitarinnar er tekið úr laginu 'Head On Collision' með hljómsveitinni New Found Glory. Hljómsveitin er á sífelldum tónleikaferðalögum og hefur m.a. spilað á tónlistarhátíðum líkt og Warped Tour, Reading, Leeds og Soundwave
All Time Low | |
---|---|
Upplýsingar | |
Önnur nöfn | ATL |
Uppruni | Baltimore, Maryland, Bandaríkin |
Ár | 2003-Nú |
Stefnur | Popp, pönk, popp pönk, rokk, popp rokk |
Samvinna | Mark Hoppus, Vic Fuentes, Joel Madden, Tegan and Sara |
Meðlimir | Alex Gaskarth
Jack Barakat Zack Merrick Rian Dawson |
Fyrri meðlimir | Chris Cortilello TJ Ihle |
Vefsíða | alltimelow.com |
Hljómsveitin gaf út sína fyrstu stuttskífu, All Time Low Demo árið 2003 og hina seinni: The Three Words to Remember in Dealing with the End EP árið 2004. Síðan hefur hljómsveitin gefið út sjö breiðskífur: The Party Scene (2005), So Wrong It's Right (2007), Nothing Personal (2009), Dirty Work (2011), Don't Panic (2012), Future Hearts (2015) og Last Young Renegades (2017).
All Time Low gaf út fyrstu tónleikaplötuna sína að nafni Straight to DVD árið 2010 og gaf út seinni tónleikaplötuna sína, Straight to DVD II: Past, Present and Future Hearts í september 2016.
Saga
breyta2003-06: Stofnun sveitarinnar og The Party Scene
breytaHljómsveitin var stofnuð árið 2003, og var hún í fyrstu bara menntaskólaband sem gerði ábreiður af lögum annara popp pönk hljómsveita líkt og t.d. Blink-182 og Green Day. Hljómsveitina skipuðu þá Alex Gaskarth (söngur), TJ Ihle (gítar), Jack Barakat (gítar), Chris Cortilello (bassi) og Rian Dawson (trommur). TJ Ihle og Chris Cortilello sögðu sig úr sveitinni ekki löngu eftir að hún var stofnuð og lá hún í dvala þar til að Zack Merrick slóst í hópinn á bassa. Alex Gaskarth byrjaði þá líka að spila á gítar ásamt því að vera aðalsöngvari hljómsveitarinnar. Hljómsveitin gaf út fjögurra laga stuttskífuna All Time Low Demo í nóvember árið 2003 og fékk svo plötusamning hjá Emerald Moon plötuútgáfunni árið 2004. Í október sama ár kom út seinni stuttskífa hljómsveitarinnar að nafni Three Words to Remember in Dealing with the End. Sveitin gaf svo út The Party Scene, fyrstu breiðskífuna sína, árið 2005.