Alkóhólismi

(Endurbeint frá Alkóhólisti)

Alkóhólismi (eða áfengissýki) er sjúkleg fíkn í áfengi sem einkennist af sterkri þörf til að drekka áfengi, að tapa stjórn á drykkju sinni, af líkamlegri þörf til að drekka og fráhvarfseinkennum og af því að mynda óþol fyrir áfengi og eiga þar með erfiðara með að vera fullur.

William Hogarth: Gin Lane

Fíkn í áfengi getur verið mjög skæð og erfiðara er að losa sig undan henni en undan fíkn í mörg önnur fíkniefni. Líkamleg fráhvarfseinkennin áfengis geta verið það slæm að einstaklingurinn getur dáið af þeim einum.

Samtök tengd alkóhólisma

breyta

AA-samtökin eru alþjóðleg samtök einstaklinga sem komist hafa yfir áfengisfíkn sína og hjálpa öðrum sem þjást af alkóhólisma að fá lausn á vanda sínum. Byggir upphaflega á að aðstoð utanfrá er þörf, til dæmis frá Guði. En nú eru til Freethinkers AA

SÁÁ eru íslensk samtök áhugamann um áfengissýki, tengsl áfengissýki og vímuefnamisnotkunar við hin ýmsu samfélagsmein og þeirra leiða sem hægt er að leita til að takast á við vandamálið.

Dæmi um önnur samtök eru LifeRing Secular Recovery.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Help for Alcoholics“. The Alcoholism Guide. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 maí 2019. Sótt 27. nóvember 2016.