Albany (New York)
höfuðborg New York-fylkis, Bandaríkjunum
(Endurbeint frá Albany, New York)
Albany er fylkishöfuðborg New York-fylkis. Íbúar eru um 100.000 (2018). Borgin er við Hudsonfljót og 220 km norður af New York-borg. Borgin er þekkt háskólaborg og á sér langa samfellda sögu. Söfnin New York State Museum, the New York State Library og the New York State Archives eru þar.