Aiguille du Midi er fjall í Mont Blanc-fjallgarðinum í Frönsku Ölpunum. Nafn fjallsins merkir „hádegisnálin“ og kemur til vegna þess að sólin er beint yfir tindinum á hádegi þegar horft er á hann frá bænum Chamonix. Þaðan er hægt að fara upp á tind fjallsins með kláf sem á heimsmetið í lóðréttu klifri; fer úr 1035 metrum í 3842 metra hæð á 20 mínútum.

Tindur Aiguille-du-Midi við sólarlag.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.