Öngull
(Endurbeint frá Agnhald)
Öngull er krókur sem beitu er krækt á og er notaður til fiskveiða. Öngullinn er venjulega festur á færi eða línu. Önglar eru oftast úr járni og með agnhaldi, en það er lítill broddur í bugi öngulsins sem kemur í veg fyrir að fiskurinn renni af. Tinfiskur er fiskur steyptur úr tini og er notaður sem agn á öngli, oftast þríkrækjum sem er öngull með þremur krókum.