Truflunarkenningin

(Endurbeint frá Afturvirk hömlun)

Truflunarkenningin er kenning um minni manna.

Ein ástæða fyrir því að við gleymum er hömlun. Þegar gleymska verður í skammtímaminni er það vegna þess að yngra nám hefur truflandi áhrif á eldra nám. Það er kallað afturvirk hömlun.

Jenkins og Dallenbackh gerðu tilraun á tveim háskólanemum árið 1924 þar sem þeir voru látnir læra utanað lista með tíu merkingalausum samstöfum. Svo var athugaður munurinn á því sem þeir gátu munað af listanum, annars vegar eftir að hafa einungis sofið á milli þess að læra hann og fara svo með hann nokkrum sinnum þegar þeir voru vaktir með reglulegu millibili, og hins vegar þegar þeir lærðu hann að morgni skóladags og þurftu svo að fara með hann nokkru sinnum yfir daginn.

Það kom í ljós að nemunum gekk mun betur að muna listann eftir að hafa farið strax að sofa. Það er vegna þess að þegar þeir voru vakandi barst þeim sífellt nýtt nám (utanaðkomandi áreiti) sem hafði truflandi áhrif á eldra námið (listana með samstöfunum).

Árið 1969 var önnur rannsókn gerð sem gekk út á að nemendur áttu að læra tölur utanað. Svefntíminn var frá 4 til 8 klukkutímum, og tilraunin var gerð í 12 nætur. Þeir enstaklingar sem sváfu minnst áttu í mestu erfiðleikunum með að muna tölurnar.[1]

Sálfræðingar telja að hömlun eigi þátt í gleymsku, bæði í STM og LTM. Eldra nám getur haft truflandi áhrif á yngra nám, jafnvel þurrkað það út, og öfugt. Framvirk hömlun er sú truflun sem fyrra nám hefur á síðara nám. Framvirk hömlun hefur verið könnuð með tilraunum, dæmi: rannsóknir Underwoods. Hann lét þátttakendur læra lista af merkingarlausum samstöfum. Eftir sólarhring áttu þeir að rifja hann upp. Í ljós kom að þeir mundu tæp 80% af samstöfunum. Því næst voru sömu þátttakendur látnir læra annan lista með sama hætti. Sú frammistaða var heldur lakari en í hinni fyrstu, um 70%. Þetta var endurtekið þangað til þátttakendurnir höfðu alls lært 20 lista. Minnið varð lakara eftir því sem listunum fjölgaði. Af þessu má sjá að hér eru greinileg áhrif framvirkrar hömlunar.

Heimildir

breyta
  1. „The contribution of sleep to improvements in working memory scanning speed: A study of prolonged sleep restriction“. SienceDirect. Sótt 8. september, 2010.[óvirkur tengill]