Afturblik nútímavæðingar
Afturblik nútímavæðingar er hugtak sem var búið til í sameiningu af þremur þekktum félagsfræðingum þeim Anthony Giddens, Ulrich Beck og Scott Lash. Afturblik nútímavæðingar er ferli nútímavæðingar sem einkennir áhættusamfélagið þar sem framfarir eru gegnum endurskipulagningu og endurbætur. Vísindi og tækni fást við að endurmeta þar sem er þegar notað af samfélaginu fremur en að bæta og þenja út þekkingargrunn. Stöðugt streymi upplýsinga er milli vísinda og iðnaðar og framfarir nást með endurbótum og aðlögun. Dæmi um afturblik nútímavæðingar er sjálfbærni og nýjar þjóðfélagshreyfingar (femínistar, umhverfishreyfingar, píratar).