Aflýsing
Aflýsing er þáttur í opinberri skráningu skjala á Íslandi (þinglýsingu) sem gegnir því hlutverki að afla réttindum þeim sem skjölin taka til, verndar gagnvart þriðja manni. Aflýsing er framkvæmd hjá sýslumönnum.
Þegar réttarsambandi því, sem stofnað var til með skjali er lokið, skal aflýsa skjalinu úr þinglýsingabókum. Aflýsingin er færð í þinglýsingabók og koma þær upplýsingar sem færðar voru inn við þinglýsingu ekki lengur fram á þinglýsingavottorði.
Það er skilyrði fyrir aflýsingu að þinglýsingarstjóri fái í hendur frumrit skjals sem aflýsa á áritað af rétthafa.
Ef frumrit skjals er glatað þarf að gera sérstakar ráðstafnir svo unnt sé að aflýsa skjali.