Akurblessun
(Endurbeint frá Ackersegen)
Akurblessun (þýska: Ackersegen) er kartöfluyrki sem var þróað í Þýskalandi út frá yrkjunum Hindenburg og Allerfrüheste Gelbe árið 1929. Yrkið var mjög útbreitt þar til á 7. áratugnum og var meðal annars flutt inn til Íslands. Þetta yrki er í meðallagi mygluþolið. Kartaflan er okkurgul á hýðið, hnöttótt eða egglaga, með fremur grunn augu og ljósgult, mjölmikið kjöt.