Abu Ghraib-fangelsið

Abu Ghraib (arabíska:سجن أبو غريب Sijn Abū Ghurayb) var fangelsi á vegum Bandaríkjahers frá árunum 2003–2006 fyrir íraska fanga og hýsti allt að 3.800 fanga í einu. Fangelsið varð frægt árið 2004 þegar myndir af mannréttindabrotum innan fangelsisins frá árinu 2003 voru gerðar opinberar.

Abu Graihb er staðsett um 32 kílómetra norður af Baghdad höfuðborg Írak á 280 hektara svæði. Fangelsið var fyrst opnað á 6. áratugnum sem hámarksöryggisgæslu fangelsi. Frá 9. áratugnum var fangelsið notað af Saddam Hussein til þess að pynta og drepa pólitíska fanga. Fangelsinu var síðan lokað árið 2002 en var síðan yfirtekið af Bandaríkjunum við upphaf innrásarinnar í mars 2003.