A cappella

(Endurbeint frá A capellasöngur)

A cappella er ítalskt tónlistarhugtak sem þýðir „í stíl kirkjunnar“ og er notað um söng án undirleiks, þ.e. einraddaðan eða fjölraddaðan flutning samsettrar tónsmíði án hljóðfæra.[1]

A capella stílinn má rekja aftur til tíma tónskáldsins Josquin des Prez undir lok fimmtándu aldar, en náði vinsældum með verkum Palestrina undir lok þeirrar sextándu. Á sautjándu öld var a cappella að víkja fyrir andstæðu sinni, cantata, en það er samið fyrir bæði raddir og hljóðfæri.

Trúarlegar hefðir

breyta

A cappella tónlist var upprunalega notuð í trúarlegri tónlist, og er ennþá. Bæði kristnir og gyðingar eiga langa sögu af a cappella tónlist.

Kristni

breyta

Upprunaleg merking a cappella, „í stíl kirkjunnar“, endurspeglar þá staðreynd að hljóðfæri voru ekki notuð í kristilegu bænahaldi í margar aldir. Einnig er auðveldlega hægt að túlka hluta Gamla Testamentsins sem svo að notkun hljóðfæra sé bönnuð við tilbeiðslu.

Enski klerkurinn Joseph Bingham hélt því fram að hljóðfæraleikur í kirkjum hefði ekki komið fram fyrr en um miðja þrettándu öld. Í bók sinni Instrumental Music in Public Worship styður John L. Girardeau þessa hugmynd.[2] Orgelið virðist hafa verið fyrst fram á sjónarsviðið og önnur hljóðfæri hafa svo fylgt í kjölfarið. John McClintock og James Strong héldu því fram að Marteinn Lúther ásamt öðrum hefði mótmælt notkun hljóðfæra við tilbeiðslu.

Gyðingdómur

breyta

Á sjö vikna tímabilinu milli Páskahalds gyðinga og Shavout gilda mörg boð og bönn. Meðal annars liggur strangt bann við því að spila eða hlusta á hljóðfæri. Hinsvegar er mannsröddin ekki álitin hljóðfæri og því spilar a capella stórt hlutverk á tímabilinu.[3] Hefðbundin tónlist gyðinga inniheldur almennt engan hljóðfæraleik.

Í Bandaríkjunum

breyta

Nútíma a cappella varð til á níunda áratug síðustu aldar, og nær nú yfir margar tónlistarstefnur eins og rokk, popp, hipp-hopp, country, jazz og fleira.[4]

Listamenn

breyta

Margar hljómsveitir nota raddir til þess að ná fram hljómum svipuðum þeim sem hljóðfæri gefa frá sér, til dæmis með beatboxi. Sem dæmi má nefna sveitirnar The House Jacks, Rockapella og M-pact. Kristin tónlist er einnig höll undir a cappella, og margar kirkjur nota vísvitandi alls engin hljóðfæri. Í vinsælli tónlist lýsir a cappella sér venjulega þannig að ein rödd syngur í forgrunni, önnur syngur bassalínu og restin bætir upp fyrir önnur hljóðfæri.

Hundruð a cappella albúma hafa komið út síðasta áratuginn. The Recorded A Cappella Review Board (RARB) hefur gagnrýnt 1092 a cappella albúm síðan 1994.

Söngleikir

breyta

A cappella söngleikurinn Avenue X hóf sýningar þann 28. janúar 1994. Verkið var aðallega í Doo-Wop stíl enda snerist sagan um hóp Doo-Wop söngvara á sjöunda áratugnum.[5][6]

DRAGAPELLA! var sett upp í Studio 54 í New York árið 2001 og var tilnefnt til Lucille Lortel verðlauna.

In Transit var frumsýnt 2010 og gerist í neðanjarðarlestarkerfi New York borgar. Í verkinu má heyra blöndu af hinum ýmsu tónlistarstefnum, meðal annars jazz, hipp-hopp, rokk og country. Einnig má heyra beatbox í sýningunni.[7] Í desember 2016 varð hann fyrsti a capella söngleikurinn á Broadway.

Heimildir

breyta
  1. http://www.britannica.com/EBchecked/topic/35/a-cappella?cameFromBol=true. (2006). Í Encyclopædia Britannica. Sótt 3. mars, 2012, frá Encyclopædia Britannica Online
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2012. Sótt 11. mars 2012.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2013. Sótt 11. mars 2012.
  4. http://www.casa.org/about
  5. http://www.lortel.org/lla_archive/index.cfm?search_by=show&title=Avenue%20X Geymt 21 mars 2012 í Wayback Machine. Lortel.org. Sótt 4. mars 2012.
  6. http://www.nytimes.com/1993/06/11/theater/last-chance.html?scp=51&sq=%22a+cappella%22&st=nyt. The New York Times. June 11, 1993.
  7. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2011. Sótt 11. mars 2012.