ISO 216
ISO 216 er alþjóðlegur staðall fyrir pappírsstærðir sem er í notkun í flestum löndum heims í dag. Staðallinn skilgreinir "A" og "B" pappírsstærðaraðir, þar á meðal A4 stærðina sem er algengust í heiminum í dag. Staðallinn er grundvallaður á þýska DIN 476-staðlinum frá 1922. ISO 216 er með tveimur sniðhlutföllum: A og B. Þó er C staðallinn, sem skilgreindur er samkvæmt ISO 269 staðlinum oft nefndur með A og B stærðunum (C er staðall fyrir umslög).
ISO 216 og ISO 269 staðlarnir hafa báðir sama myndhlutfall, þ.e. . Þetta hlutfall hefur ISO 217 staðallinn líka. Þetta hlutfall á milli hliðalengda hefur þann einstaka eiginleika að þegar blað er klippt eða brotið saman til helminga hafa helmingarnir sama myndhlutfall. Hver ISO 216 pappírsstærð hefur því helming flatarmáls næstu stærðar fyrir ofan.
A-röð
breytaPappír sem er með stærð í A-röðinni hefur myndhlutfall af sem er þó námundað að næsta millímetra. A0 hefur flatarmál sem samsvarar einum fermetra. Stærðin sem er oftast notuð er A4 (210 × 297 mm). Til samanburðar er A4 6mm mjórri og 18 mm lengri en „Letter“ (216 × 279 mm) pappírsstærðin sem er notuð í Bandaríkjunum.
Rúmfræðileg ástæða þess að nota myndhlutfall sem byggist á kvaðratrótinni af tveimur er til þess að viðhalda myndhlutfalli hvers ferhyrnings sem kemur á eftir því að brjóta A-raðar blað í tvennt samhliða langhliðinni.
Formúlan til þess að finna lengd langhliðar An í metrum án þess að námunda er því an=2(1-2n)/4 og fyrir lengd skammhliðar an=2(-1-2n)/4. Svo pappírsstærðin An hefur því stærðarhlutföllin an×an+1.
Nákvæma stærð í millímetrum má því finna með formúlunum an=(1000/(2(2n-1)/4)+0,2 fyrir langhliðina og an=(1000/(2(2n+1)/4)+0,2 fyrir styttri hliðina.
Þá má einnig finna n númer An pappírs með formúlunni n=(4log2(an+1)-1)/-2, þar sem an+1 er lengd lengri hliðar pappírsins í metrum. Þetta má yfirfæra yfir á styttri hliðina og þá nota formúluna n=(4log2(an)+1)/2 þar sem an er lengd styttri hliðarinnar í metrum.
Formúla fyrir flatarmál blaðs í A-röðinni er því F=2-n og ummál U=2(3-2n)/4(1+√2).
Allar stærðir
breytaA-röð | B-röð | C-röð | ||||
---|---|---|---|---|---|---|
stærð | mm | tommur | mm | tommur | mm | tommur |
0 | 841 × 1189 | 33.1 × 46.8 | 1000 × 1414 | 39.4 × 55.7 | 917 × 1297 | 36.1 × 51.1 |
1 | 594 × 841 | 23.4 × 33.1 | 707 × 1000 | 27.8 × 39.4 | 648 × 917 | 25.5 × 36.1 |
2 | 420 × 594 | 16.5 × 23.4 | 500 × 707 | 19.7 × 27.8 | 458 × 648 | 18.0 × 25.5 |
3 | 297 × 420 | 11.7 × 16.5 | 353 × 500 | 13.9 × 19.7 | 324 × 458 | 12.8 × 18.0 |
4 | 210 × 297 | 8.3 × 11.7 | 250 × 353 | 9.8 × 13.9 | 229 × 324 | 9.0 × 12.8 |
5 | 148 × 210 | 5.8 × 8.3 | 176 × 250 | 6.9 × 9.8 | 162 × 229 | 6.4 × 9.0 |
6 | 105 × 148 | 4.1 × 5.8 | 125 × 176 | 4.9 × 6.9 | 114 × 162 | 4.5 × 6.4 |
7 | 74 × 105 | 2.9 × 4.1 | 88 × 125 | 3.5 × 4.9 | 81 × 114 | 3.2 × 4.5 |
8 | 52 × 74 | 2.0 × 2.9 | 62 × 88 | 2.4 × 3.5 | 57 × 81 | 2.2 × 3.2 |
9 | 37 × 52 | 1.5 × 2.0 | 44 × 62 | 1.7 × 2.4 | 40 × 57 | 1.6 × 2.2 |
10 | 26 × 37 | 1.0 × 1.5 | 31 × 44 | 1.2 × 1.7 | 28 × 40 | 1.1 × 1.6 |