Aðstæðubundið nám
Aðstæðubundið nám (enska: Situated learning) er nám háð aðstæðum eða sú hugmynd að færni eða þekking sé bundin þeim aðstæðum sem hún verður til í og erfitt sé að yfirfæra yfir á aðrar aðstæður. Dæmi um þetta er vettvangsnám í iðngreinum en einnig fagsamfélög (enska: community of practice) fólks í sérhæfðum atvinnugreinum svo sem í jöklaferðamennsku á Íslandi. Einn áhrifamesti fræðimaðurinn á þessu svið er Étienne Charles Wenger.[1]
- ↑ „Étienne Wenger“, Wikipedia (enska), 9. febrúar 2024, sótt 1. nóvember 2024