Aðilasamlag
Aðilasamlag er í lögfræði hagræði er gerir tveimur eða fleiri stefnendum hverjum fyrir sig kleift að hafa uppi sjálfstæða dómkröfu gagnvart sama gagnaðilanum í einu dómsmáli, eða fyrir stefnandi að stefna tveimur eða fleirum í sama dómsmáli og gera sjálfstæða dómkröfu gagnvart hverjum þeirra. Eftir atvikum er eingöngu um heimild að ræða en svo eru til staðar aðstæður þar sem aðilasamlag er skylt. Gerðar eru þó kröfur um að dómkröfurnar í hverju máli séu raktar til sama atviks, sömu aðstöðu eða sama löggernings.