463
ár
Árið 463 (CDLXIII í rómverskum tölum)
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breyta- Childerik 1., konungur salísku Franka, og Aegidíus, rómverskur hershöfðingi, mynda bandalag gegn Vestgotum (Vísigotum). Aegidíus stjórnaði svæði í norðvestanverðri Gallíu sem að nafninu til tilheyrði Vestrómverska keisaradæminu. Aegidíus neitaði hins vegar að viðurkenna völd keisarans Libíusar Severusar sem var í raun strengjabrúða germanska hershöfðingjans Ricimers, hins raunverulega stjórnanda ríkisins. Aegidíus stjórnaði sinu yfirráðasvæði, sem kallað hefur verið konungdæmið Soissons, í eigin nafni.
- Orrusta við Orléans. Aegidíus stýrir sameinuðum herafla Franka og Rómverja í Gallíu, gegn Vestgotum. Vestgotar höfðu þá farið með herafla frá yfirráðasvæði sínu í suður-Gallíu norður á bóginn. Aegidíus sigrar her Vestgota og stöðvar innrás þeirra.
- Svefar, germanskur þjóðflokkur sem sest hafði að í norðvestur-Hispaníu, berjast innbyrðis í borgarastyrjöld. Stríðandi fylkingar Svefa eru sameinaðar undir stjórn konungsins Reimismunds árið eftir, 464.
Fædd
breytaDáin
breyta- Frumar - svefískur konungur (áætluð dagsetning).
- Richimund - svefískur konungur (áætluð dagsetning).