10 skref blindandi
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: Vantar tengla og skilgreiningu |
Einn er hann. Hann velur þrjá hluti í umhverfinu, t.d. ákveðinn stein, leiktæki, húsvegg eða hvað annað sem er á svæðinu og eiga aðrir leikmenn að snerta þessa hluti og ræður sá sem er hann hvort snerta þurfi þessa hluti í ákveðinni röð eða ekki. Sá sem er hann lokar augunum og labbar tíu skref og telur upphátt hvert skref í leiðinni. Á meðan sá sem er hann er að telja eiga hinir að reyna að snerta hlutina og koma sér í felur áður en sá sem er hann er búinn að telja. Þegar hann er búinn að telja opnar hann augun og má einungis líta í kringum sig og leita þannig. Ef hann sér engan þá heldur hann áfram að telja. Ef hann hins vegar sér einhvern þá kallar hann „tíu skref blindandi fyrir þér“. Ef hinum leikmönnunum tekst hins vegar að fela sig allan tímann og snerta alla hlutina þá hlaupa þeir til baka á meðan sá sem er hann er að telja og klukka í hann þegar þeir eru búnir.[1]
Sjá einnig
breyta- ↑ Arnardóttir 1986-, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).