Tíu skref blindandi eða Þrír hlutir er útileikur fyrir hóp. Einn leikmaður er „hann“ og velur þrjá hluti í umhverfinu, til dæmis ákveðinn stein, leiktæki eða húsvegg. Hinir leikmennirnir eiga að snerta þessa hluti, ýmist í sérstakri röð eða frjálsri röð, allt eftir því hvernig „hann“ setur reglurnar.[1]

Sá sem er „hann“ lokar augunum, labbar tíu skref og telur upphátt hvert skref. Á meðan á talningunni stendur reyna hinir leikmennirnir að snerta hlutina og koma sér í felur. Þegar „hann“ hefur lokið talningu opnar hann augun og má eingöngu leita í kringum sig án þess að hreyfa sig. Ef hann sér einhvern kallar hann: „Tíu skref blindandi fyrir þér“. Ef hann sér engan heldur hann áfram að telja. Takist leikmönnunum að fela sig allan tímann, snerta alla hlutina og komast til baka, þurfa þeir að „klukka“ í þann sem er „hann“ og verða þannig öruggir með að hafa lokið leikhluta.[1]

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Arnardóttir, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.