1, 2, 3, 4, 5 Dimmalimm

1, 2, 3, 4, 5 Dimmalimm er leikur sem hægt er að fara í bæði úti og inni. Fjöldi þátttakenda þarf að vera minnst sex. Einn úr hópnum er Dimmalimm og fer hann upp að vegg eða öðrum ákveðnum stað til að grúfa. Hinir þátttakendurnir gera línu í hæfilegri fjarlægð frá Dimmalimm og stilla sér þar upp. Dimmalimm telur „1, 2, 3, 4, 5, Dimmalimm“ og snýr sér svo við. Á meðan hlaupa hinir leikmennirnir í áttina að Dimmalimm. Um leið og Dimmalimm snýr sér við þurfa þeir að stoppa og frjósa. Ef þeir hreyfa sig og Dimmalimm sér það þurfa þeir að fara aftur á upphafsreit. Þegar allir eru komnir að Dimmalimm er hún klukkuð og þá hefst eltingaleikur þar sem Dimmalimm er hann. Sá sem er klukkaður fyrst verður næsta Dimmalimm.[1]

Börn leika „red light, green light“ í Bandaríkjunum.

Leikurinn er til víða um heim og gengur undir ýmsum nöfnum, eins og statues, grandmother's footsteps, uno, due, tre, stella!, Pepsi, 7-Up o.s.frv. Leikurinn er sá fyrsti sem leikinn er í kóresku þáttunum Squid Game þar sem þátttakendur sem hreyfðu sig voru skotnir til bana. Velski handritshöfundurinn Russell T Davies fékk innblástur að skrímslunum sem nefnast „grátandi englar“ í þáttunum Doctor Who úr leiknum.

Tilvísanir

breyta
  1. Arnardóttir 1986-, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).

Sjá einnig

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.