Jónía
(Endurbeint frá Ιωνία)
Jónía (gríska: Ιωνία) var grísk nýlenda á vesturströnd Litlu-Asíu við Eyjahafið. Jóníu tilheyrðu tólf borgir: Míletos, Myous, Príene, Efesos, Kólófón, Lebedos, Teos, Erýþraí, Klasómenaí og Fókaía, ásamt eyjunum Samos and Kíos. Síðar varð Smyrna hluti af jóníska sambandinu. Magnesía við Meander var í Jóníu en taldist ekki jónísk borg þar sem íbúar þar voru frá Magnesíu.