Timburmenn
(Endurbeint frá Þynnka)
Timburmenn (eða þynnka) er almenn vanlíðan eftir drykkju áfengra drykkja, oftast að loknum svefni, en þá eru menn oft með höfuðverk og eru illa fyrir kallaðir, kasta jafnvel upp og margir eru sérlega viðkvæmir fyrir hávaða. Hægt er að draga úr timburmönnum með því að drekka mikið af vatni áður en farið er að sofa.
Talað er um að vera grúttimbraður, ef menn eru sérlega illa haldnir. Að vera skelþunnur lýsir ástandi manns sem er farinn að timbrast upp. Að hafa þórshamra í höfðinu er einnig lýsing á því þegar þynnkan veldur því að það er eins og hjartað slái í höfðinu.
Tenglar
breyta- „Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?“. Vísindavefurinn.
- „Hvaðan kemur orðið timburmenn?“. Vísindavefurinn.
- Timburmenn brotnir til mergjar; grein í Morgunblaðinu 1972
- Timburmenn eru þreyta og ofreynsla; grein í Morgunblaðinu 1977
- Þegar timburmennirnir mæta til vinnu; grein í Vísi 1977