Þvottalaugavegur
Þvottalaugavegur var gata í Reykjavík, sem náði nokkurn veginn frá núverandi gatnamótum Reykjavegar austur að þvottalaugunum í Laugardal. Í austur frá þvottalaugunum lá Engjavegur (sem náði þá suðaustur til Ferjuvogs), og það sem er eftir af Þvottalaugavegi í dag er nú annars vegar hluti af Engjavegi, hins vegar göngustígur sem skv. BorgarVefsjá[1] ber enn nafnið Þvottalaugavegur.
Heimildir
breyta- ↑ BorgarVefsjáGeymt 27 október 2008 í Wayback Machine
Þessi sögugrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.