Þrjú á palli - Icelandic folk songs
Þrjú á palli - Icelandic folk songs er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Hljóðritun fór fram í Roger Arhoff studio í Osló, Noregi. Útsetningar: Jón Sigurðsson.
Þrjú á palli - Icelandic folk songs | |
---|---|
SG - 064 | |
Flytjandi | Þrjú á palli |
Gefin út | 1973 |
Stefna | Þjóðlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Lagalisti
breyta- Ásudans
- Vögguvísur
- Eitt sinn fór ég yfir Rín
- Einbúavísur
- Lilja
- Ólafur Liljurós
- Krummavísur
- Gekk ég mig á græna slóð ⓘ
- Taflkvæði
- Grafskrift
- Drykkjuvísur
- Paurhildardrápa
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaÞrjú á palli er kunnasti og bezti þjóðlagasöngflokkur Íslands, en meðlimir hans eru Troels Bendtsen, Edda Þórarinsdóttir og Halldór Kristinsson.
Síðasta plata þeirra, Folk-songs of Iceland (SG-040) var fyrsta platan, sem út hefur verið gefin á Íslandi, þar sem eingöngu voru tekin fyrir gömul íslenzk þjóðlög, sum allt að 500 ára gömul. En jafnframt voru þetta íslenzk þjóðlög, sem öll voru tengd jólunum eða jólahátiðinni. — Þess vegna hafa Þrjú á palli nú gert aðra plötu með íslenzkum þjóðlögum. Eru það þjóðlög af öðrum toga spunnin, svo sem gamankvœði, drykkjuvísur og þulan skemmtilega Paurhildardrápa, svo eitthvað sé nefnt. Skýringar á ensku á öllum söngtextunum er í opnu hljómplötuumslagsins ásamt textunum sjálfum á íslenzku. Þessar skýringar með textunum hefur Helga Jóhannsdóttir skrifað, en hún þekkir manna bezt íslenzk þjóðlög, þar sem hún hefur unnið að söfnun þeirra í fjölda ára, og m. a. flutt sérstaka þætti um þau í útvarpinu. Jón Sigurðsson hefur útsett flestöll lögin á plötunni, auk þess sem hann útsetti allan undirleik. Hann lék einnig á kontrabassa og stjómaði upptöku. Upptaka fór fram í stereo við hin fullkomnustu skilyrði í Roger Arnhoff studio í Oslo, Noregi. Þrjú á palli hafa, frá því að flokkurinn var stofnaður fyrir fjórum árum, komið fram á flestum stöðum Íslands, auk þess sem þau hafa komið fram á skemmtunum og hljómleikum víða í Vestur-Evrópu. Að ekki sé minnzt á útvarps- og sjónvarpsþætti þeirra innan lands sem utan. Með þessari plötu eykur flokkurinn enn á hróður sinn, því flutningur hans og túlkun öll á þessum œfagömlu íslenzku þjóðlögum er til slíkrar fyrirmyndar, að hljómplata þessi mun vafalaust um langan aldur verða talin eitt það bezta, sem íslendingar hafa gert á hljómplötu. |
||