Þrúðarskel
Þrúðarskel (Limopsis minuta) er skeldýrategund. Hún er jafntönnungur og telst til Birðuættarinnar -Archidae.
Limopsis minuta | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Limopsis minuta (Philippi, 1836) |
Skeljarnar eru traustar, með ljósbrúnu hýði, skakkkringlulaga, eilítið lengri en þær eru háar, og myndar framendi, kviðrönd og afturendi óslitna boglínu. Nefið miðstætt, lítið áberandi. Bakröndin stutt, lárétt, með 5—7 framtönnum og jafnmörgum afturtönnum. Yfirborð skeljanna með fíngerðum lengdarrákum og smásæjum þverrákum, geislahært, og eru hárin grófgerð, brún að lit. Skelrendur greinilega hnúðtenntar. Lengd allt að 12,5 mm.
Tilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Þrúðarskel.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Limopsis minuta.