Þrívíddarprentun

Þrívíddarprentun er ferli þar sem þrívíður hlutur er búinn til úr efnum sem eru lögð niður lag fyrir lag með aðstoð tölvu. Tæknin sem notuð er er mjög fjölbreytt. Sumir prentarar skera lögin út með geislaskurðarvél og líma þau svo saman og vinna þá með þunnar filmur úr málmi eða pappír. Aðrir þrýsta út seigfljótandi efni sem harðnar fljótt eins og hitadeigt plast, málma, ljóshert plast eða bindiefni sem harðna við íblöndun herðis. Hluturinn verður smám saman til eftir því sem lögin hlaðast upp og harðna í tækinu sem notað er.

Þrívíddarprentari
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.